Löngumýri helgina 18-20 október
- At september 02, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Sælar kæru konur
Það styttist í Október ferðina okkar sem er á Löngumýri helgina 18-20 og ætlum við loksins að opna fyrir skráningu.
Eins og kannski flestar vita er Löngumýri á dásamlegum stað í Skagafirði ca 2,5 km frá Varmahlíð.
Eins og áður höfum við boðið upp á smá kennslu og í þetta skiptið verður það prjón og þæfing en það er alls engin skylda að gera einhver verkefni.
Aðalmálið þessa helgina er að njóta, slaka á og gera það sem ykkur langar. ♥️
Við munum senda svo ýtarlegri upplýsingar þegar nær dregur.
Endilega þær sem hafa áhuga á að koma með sendið tölvupóst á ernamariah@hotmail.com með nafni, kennitölu, símanúmeri og emaili.
Skráningar frestur er til 1 okt.😃
Bkv.Orlofsnefnd