Haustlitaferð
- At október 10, 2016
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Heilar og sælar konur.
Hér kemur færsla en það hefur margt á daga okkar drifið undanfarnar vikur og mánuði.
Það er helst að frétta að farið var í dagsferð austur í Mývatnssveit sl. laugardag en ætlunin var að njóta haustlitanna og fegurðar þessa svæðis og það tókst svo sannarlega. Síðast og ekki síst að vera í samvistum við aðrar konur og gera okkur glaðan dag. Veðrið lék við okkur og náttúran skartaði sínu fegursta en 25 konur voru þátttakendur í feðinni. Fyrst var stoppað hjá Laufeyju Skúladóttur á Stórutjörnum og galleríið skoðað hjá henni og þeim sem að því standa. Því næst fórum við að Húsmæðraskólanum að Laugum og þar var einnig vel tekið á móti okkur og saga skólans sögð í stórum dráttum og gengið um húsið, ákaflega fallegt hús og vel um minningu skólans hugsað. Því næst var borðaður hádegisverður á Dalakofanum. Svo var rennt í Mývatnssveitina og stoppað í Dimmuborgum og gengið um þær, mislangt eins og hverjum hentaði. Næst var stoppað í Dyngjunni sem er handverkshús þessa svæðis og talsvert verslað og skoðað. Að lokum var ekið í kringum vatnið og endað á Stöng í Mývatnssveit og borðaður þessi ljúffengi silungur og einnig var afskaplega vel tekið á móti okkur eins og á öllum hinum stöðunum. Loks var haldið heim um kl. 20:00 og konur almennt mjög hamingjusamar með daginn 🙂
Þá er að huga að einhvernum einum atburði eða ferð áður en árið er á enda og væri alveg frábært ef þið senduð okkur ykkar hugmyndir að ferð og þá hér innanlands.
Njótið góða veðursins og blíðunnar.