Vorferð til Cardiff
- At júlí 31, 2017
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Hér koma upplýsingar um Cardiff ferðina næsta vor.
Flogið verður frá Akureyrarvelli með Icelandair.
Brottför: 26. Apríl kl 9:15 og lent kl 13:15 í Cardiff miðað við staðartíma.
Ekið er til hótelanna tveggja sem í boði verða – sjá neðar.
Í ferðinni mun verða boðið upp á nokkrar valkvæðar skoðunarferðir með enskumælandi leiðsögumann og koma upplýsingar um þær síðar.
Tvö hótel verða í boði, bæði staðsett í miðbæ Cardiff og verðin þau sömu.
Annað er Park Inn Radison Blu https://www.parkinn.co.uk/hotel-cardiff
og hitt Royal Cardiff http://www.royalhotelcardiff.com/
Hugmyndir af skoðunarferðum:
National Museum Cardiff. https://museum.wales/cardiff/.
Cardiff Bay: Svæðið var áður stáliðnaðarsvæði en sá iðnaður hrundi og byggingar stóðu auðar og yfirgefnar.
Í kringum 1980 var farið út í að breyta svæðinu – blása nýju lífi í það og mikil uppbygging hófst.
Í Senedd byggingunni hefur þing landsins nú aðstöðu ásamt listamiðstöð.
Þarna er einnig „Wales Millennium Centre“ sem er ein vinsælasta listamiðstöð Bretlands.
Svæðið er enn í uppbyggingu en þarna eru einnig margar litlar verslanir, veitingastaðir, græn svæði og tilvalið að taka sér góðan tíma til að rölta um og skoða.
Cardiff castle: Saga kastalans nær yfir 2000 ár en hann er staðsettur í hjarta borgarinnar.
Þarna var aðsetur rómverskra hermanna og riddara á fyrri tímum en í dag er þetta miðstöð lista og tónlistarviðburða.
Þar eru einnig verslanir og skemmtilegir barir.
Tilvalið að eyða einu kvöldi í hefðbundinn „Welsh Banquet“ – skemmtikvöld með mat, drykk og tónlist í anda fyrri tíma
Það er af nógu að taka þegar Cardiff er heimsótt og of langt mál að telja allt upp.
Hægt er að skoða bæði http://www.visitcardiff.com/ og http://www.visitwales.com/explore/south-wales/cardiff
til að fá hugmyndir.
Heimför: 1. maí kl 19:15 og lent á Akureyri kl 21:15 á Íslenskum tíma.
Verð: 138.500 pr mann í tveggja manna herbergi. Viðbót fyrir eins manns herbergi er 25.500.- Innifalið í verði:
– Flug Akureyri – Cardiff – Akureyri ásamt flugvallarsköttum
– Gisting í tveggja manna herbergi 5 nætur ásamt morgunverði
– Akstur frá flugvelli í Cardiff til hótels og til baka.
– Íslensk fararstjórn.
Orlofsnefnd mun niðurgreiða 30.000 per konu.
Í lögum um orlof húsmæðra segir:
„Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof „
Fullt er í ferðina en hægt að skrá sig á biðlista í síma: 692 9210 eða á orlofey@gmail.com
Þær sem hafa þegar skráð sig hjá orlofsnefnd –
hafið samband við Ferðaskrifstofuna Nonna fyrir 1.september og staðfestið skráningu ykkar með kennitölu, símanúmeri, heimilisfangi, hver verður herbergisfélagi og hvort hótelið þið viljið.
Við bókun þarf að greiða staðfestingargjald 30.000.- og sama upphæð greiðist aftur fyrir 1.desember.
Ef einhverjar vilja greiða 60.000 strax er það velkomið.
Hægt er að koma við á skrifstofunni sem er í Brekkugötu 5 eða senda tölvupóst til asdis@nonnitravel.is eða hringja í 461 1841.
Fyrir hönd orlofsnefndar,
Ragnheiður Ýr