Jólatónleikar
- At september 18, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Við hjá Orlofsnefnd Eyjafjarðar ætlum að niðurgreiða á jólatónleika í ár.
Heima um Jólin – Laugardaginn 15. desember kl 16:00 í Hofi.
https://www.facebook.com/heimaumjolin/
Miðinn kostar litlar 2.500 kr eftir niðurgreiðslu.
Aðeins er einn miði á konu og skal hún vera búsett í Eyjafirði.
Þó er hægt að panta mest 4 miða í einu en taka þarf fram nöfn þeirra sem eiga hina.
Þær þurfa einnig að vera búsettar í Eyjafirði.
Pantanir berist á orlofey@gmail.com fyrir 25. september.
50 miðar í boði.
„Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu,
án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof„
Aðventuferð til Wiesbaden
- At september 12, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Jólaferð til Wiesbaden verður 6-9 desember.
Enn eru örfá sæti laus!
Fullt verð ferðarinnar er: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Niðurgreitt verð er: 74.900 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli er 14.200 kr.
Staðfestingargjald 20.000 kr.
Að sjálfsögðu geta konurnar einnig bókað sig símleiðis almennt í ferðina, ef þeim finnst það þægilegra (t.d. ef 2 konur eru saman í herbergi og vilja borga með sitt hvoru kortinu)
Fullgreiða þarf síðan ferðina 8 vikum fyrir brottför, en við minnum alla á í tölvupósti um 9 vikum fyrir brottför.
Frá því að staðfestingargjald hefur verið greitt og þar til kemur að lokagreiðslur geta farþegar greitt inn á ferðina eins og þær vilja ( án auka kostnaðar ).
Einungis eru hjónarúm á tveggjamanna herbergjum.
Kona skal vera með lögheimili í Eyjafirði.
Hjördís: 849 7536
Skráning hér!