Skoðunarferðir í Cardiff
- At desember 11, 2017
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Hér eru skoðunarferðir sem í boði verða vegna ferðarinnar til Cardiff. Þar sem rútufyrirtækið sem sér um aksturinn er ekki stórt vill það fá einhverja hugmynd um hve stórir hópar eru að fara hvert og því eru farþegar vinsamlegast beðnir að bóka og greiða þær ferðir sem þeir vilja eigi síðar en 20.janúar. Við reynum samt að vera sveigjanlegar ef einhverjar sérstakar ástæður hamla ákvarðanatöku hjá örfáum. Hér er um skemmtilegar ferðir að ræða og vonandi freista þær !
Bókanir í skoðunarferðir má senda til Ásdísar asdis@nonnitravel.is og hún svarar einnig fyrirspurnum ef einhverjar eru!
Einnig bættust við 10 sæti í ferðina, hægt er að hafa samband við Ásdísi fyrir fleiri upplýsingar. (asdis@nonnitravel.is)
Upplýsingar um ferðina er hægt að lesa hér.
Bestu óskir um gleðileg jól!
Fyrir hönd orlofsnefndar.
Ragnheiður Ýr
Helgarferð að Löngumýri
- At september 28, 2017
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Helgarferð að Löngumýri
Guðrún María Guðmundsdóttir frá Handverkskúnst verður með okkur um helgina og kennir tvöfallt prjón.
Dóra Herbertsdóttir kennir harðangur
Nancy frá Quiltbúðinni leiðbeinir með byrjandi sjalarprjón og heklaðar kindur.
Bjargey Ingólfsdóttir kemur og kinnir fyrir okkur Bara púðana
Hægt verður að láta lesa fyrir sig í bolla gegn vægu gjaldi.
verð fyrir helgina er 30.000
Enn eru örfá sæti laus skráning á netfangið orlofey@gmail.com
Vorferð til Cardiff
- At júlí 31, 2017
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Hér koma upplýsingar um Cardiff ferðina næsta vor.
Flogið verður frá Akureyrarvelli með Icelandair.
Brottför: 26. Apríl kl 9:15 og lent kl 13:15 í Cardiff miðað við staðartíma.
Ekið er til hótelanna tveggja sem í boði verða – sjá neðar.
Í ferðinni mun verða boðið upp á nokkrar valkvæðar skoðunarferðir með enskumælandi leiðsögumann og koma upplýsingar um þær síðar.
Tvö hótel verða í boði, bæði staðsett í miðbæ Cardiff og verðin þau sömu.
Annað er Park Inn Radison Blu https://www.parkinn.co.uk/hotel-cardiff
og hitt Royal Cardiff http://www.royalhotelcardiff.com/
Hugmyndir af skoðunarferðum:
National Museum Cardiff. https://museum.wales/cardiff/.
Cardiff Bay: Svæðið var áður stáliðnaðarsvæði en sá iðnaður hrundi og byggingar stóðu auðar og yfirgefnar.
Í kringum 1980 var farið út í að breyta svæðinu – blása nýju lífi í það og mikil uppbygging hófst.
Í Senedd byggingunni hefur þing landsins nú aðstöðu ásamt listamiðstöð.
Þarna er einnig „Wales Millennium Centre“ sem er ein vinsælasta listamiðstöð Bretlands.
Svæðið er enn í uppbyggingu en þarna eru einnig margar litlar verslanir, veitingastaðir, græn svæði og tilvalið að taka sér góðan tíma til að rölta um og skoða.
Cardiff castle: Saga kastalans nær yfir 2000 ár en hann er staðsettur í hjarta borgarinnar.
Þarna var aðsetur rómverskra hermanna og riddara á fyrri tímum en í dag er þetta miðstöð lista og tónlistarviðburða.
Þar eru einnig verslanir og skemmtilegir barir.
Tilvalið að eyða einu kvöldi í hefðbundinn „Welsh Banquet“ – skemmtikvöld með mat, drykk og tónlist í anda fyrri tíma
Það er af nógu að taka þegar Cardiff er heimsótt og of langt mál að telja allt upp.
Hægt er að skoða bæði http://www.visitcardiff.com/ og http://www.visitwales.com/explore/south-wales/cardiff
til að fá hugmyndir.
Heimför: 1. maí kl 19:15 og lent á Akureyri kl 21:15 á Íslenskum tíma.
Verð: 138.500 pr mann í tveggja manna herbergi. Viðbót fyrir eins manns herbergi er 25.500.- Innifalið í verði:
– Flug Akureyri – Cardiff – Akureyri ásamt flugvallarsköttum
– Gisting í tveggja manna herbergi 5 nætur ásamt morgunverði
– Akstur frá flugvelli í Cardiff til hótels og til baka.
– Íslensk fararstjórn.
Orlofsnefnd mun niðurgreiða 30.000 per konu.
Í lögum um orlof húsmæðra segir:
„Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof „
Fullt er í ferðina en hægt að skrá sig á biðlista í síma: 692 9210 eða á orlofey@gmail.com
Þær sem hafa þegar skráð sig hjá orlofsnefnd –
hafið samband við Ferðaskrifstofuna Nonna fyrir 1.september og staðfestið skráningu ykkar með kennitölu, símanúmeri, heimilisfangi, hver verður herbergisfélagi og hvort hótelið þið viljið.
Við bókun þarf að greiða staðfestingargjald 30.000.- og sama upphæð greiðist aftur fyrir 1.desember.
Ef einhverjar vilja greiða 60.000 strax er það velkomið.
Hægt er að koma við á skrifstofunni sem er í Brekkugötu 5 eða senda tölvupóst til asdis@nonnitravel.is eða hringja í 461 1841.
Fyrir hönd orlofsnefndar,
Ragnheiður Ýr
Ný ferð í boði
- At Maí 18, 2017
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Orlof eyfirskra kvenna hefur 12 sæti til umráða í þessa ferð, það er ferðaskrifstofan www.mundo.is sem setur hana upp. skráningarfrestur er til 10.júní, staðfestingargjald er 50.000
Matarferð til Brussel
Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Ferðatímabil: 14.-17. september 2017
Fararstjórar: Albert Eiríksson og Svanhvít Valgeirsdóttir
Albert er mikill mataráhugamaður er annálaður gestgjafi. Hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins alberteldar.com.
Svanhvít er myndlistarkona og förðunarmeistari. Hún býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu.
Verð: 129.000 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi: 19.000 kr
Innifalið: Beint flug með Icelandair, rútuferð til og frá flugvelli í Brussel, gisting og morgunverður á þriggja stjörnu hóteli í miðbænum, einn þriggja rétta kvöldverður þar sem allur hópurinn borðar saman, skoðunarferðir, leiðsögn.
Ekki innifalið: Aðrar máltíðir en að ofan er talið, drykkir, aðgangseyrir ef farið er í söfn eða kirkjur.
Orlofsferðir húsmæðra 2017-2018
- At Maí 15, 2017
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Orlofsferðir húsmæðra 2017-2018
Rútuferð í Borgarfjörð 19-21 maí. Gist á Hótel Bifröst. Skoðunarferðir um Borgarfjörð. Verð:
Eins manns herbergi: 14.660 kr.
Tveggja manna herbergi: 18.850 kr.
Þriggja manna herbergi: 24.000 kr. ( 5 slík laus)
Morgunmatur er innifalinn í gistingunni.
Ekki þarf að greiða fyrir rútuna.
Hætt hefur verið við ferðina þar sem ónóg þáttta var í hana.
Grímseyjarferð með Ambassador 22.júní farið kl 18:00 frá Akureyri og komið til baka um kl 00:30. Hvala- og lundaskoðun farið yfir heimskautsbaug. Borðað í félagsheimili Grímseyjar áður en farið er til baka. Verð er 15000kr
Helgarferð á Löngumyri 3-5 nóv. Prjónanámskeið, harðangur ofl.
Námari upplýsingar síðar.
Vorferð til Cardiff 26.april – 1.mai 2018. Flogið verður með Icelandair frá Akureyri.
Nánari upplýsingar síðar
netfang: orlofey@gmail.com
Sími 6929210