Verona á Italíu
- At nóvember 16, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Beint flug frá Akureyri til Italíu hvernig hljómar það!
Almennt um ferðina
- 4 nátta ferð
- Farið verður snemma á fimmtudeginum 28. maí og komið heim seinnipart á mánudeginum 1. júní sem er frídagur ( Annar í hvítasunnu. )
- Flogið er til Verona á Italíu og heitir flugvöllurinn Verona villafranca airport. Flugtími er 4 klst. Flogið er með ítalska flugfélaginu Neos
- Hótelið er Leon d‘Oro sem er staðsett stutt frá lestarstöðinni. Einnig er gamli bærinn í um það bil 15-20 mínútna göngufæri
Verð:
- 2 í herbergi með morgunmat 106.995,- á mann með niðurgreiðslu
- 1 í herbergi með morgunmat 125.995,- á mann með niðurgreiðslu
- Ef þið vilja skoða hótel nánar er hér slóð á heimasíðu hótels :
https://www.hotelleondoroverona.com/en/home
Innifalið:
- Beint flug frá Akureyri til Italíu og heim
- Flugvallaskattar
- Gisting með morgunmat
- íslensk farastjórn.
- Farangursheimild 20 kg+ 5 kg í handfarangri.
Ekki innifalið:
- Rútuferð til og frá flugvelli kr. 4.900,- báðar leiðir (valfrjálst)
- Forfallatrygging kr. 2.900,- (valfrjálst).
Skoðunarferðir:
- Mögulega verður boðið uppá skoðunarferðir en það mun skýrast þegar nær dregur.
Síðasti skráningardagur er 19. Nov. 2019
Takmarkað sætaframboð svo gott er að panta strax.
Skráning á orlofey@gmail.com
Einnig ef konum finnst betra að skrá sig símleiðis er það sjálfsagt í
síma 849-7536 (Hjördís).
Sérhver kona í Eyjafjarðarsýslu sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu er hjartanlega velkomin í ferðir með orlofinu.
Kveðja Orlofsnefnd
Löngumýri 2019
- At október 06, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Sælar kæru konur
Nú fer að líða að helginni sem við allar erum búnar að vera bíða eftir 😀
En hér eru upplýsingar sem gott er að vita:
Við byrjum helgina um miðjan dag á föstudag(konur eru að koma á öllum tímum eftir kl 15-16), farið er á einkabílum svo um að gera að sameina í bíla ef þið kannist við einhverja sem er að fara, annars getið þið kíkt á facebook síðuna hjá orlofinu og óskað eftir fari.
Helgin kostar 20.000 kr og innifalið í því er gisting, matur alla helgina, rúmföt, handklæði og heitur pottur og laug til afnota svo um að gera að grípa sundfötin með ef konur vilja nýta sér það.
Rakel Bragadóttir mætir með Drops garn og fylgihluti frá Gallery Spuna. Hún verður einnig með kennslu í mismunandi prjóna aðferðum og kennslu í hekli (jólaóróa, engla og fl.)
En það sem þarf fyrir verkefnin er 40-60 cm hringprjónn nr 3 ½ – 4 og 4 prjóna nr 3 ½ til 4 einnig heklunál nr 2 ½ – 3 og garn í samræmi við það.
Rakel hvetur konur eindregið til að koma með verkefni sem þær eru strand í og er meira en til í að reyna aðstoða.
Margrét Steingrímsdóttir verður með kennslu í þæfingu á ljóskerum og mun vera með allt sem þarf til þess og er kosnaður 1000- 1500 kr.
Eins og kom fram þá eru við í fullu fæði en ef konur vilja drekka eitthvað spes t.d. gos, áfengi eða annað þá er velkomið að koma með svoleiðis því það er ekki bar á svæðinu 😉
Námskeið eru á laugardaginn og svo um kvöldið verður hátíðarkvöldverður.
En eins og áður var nefnt þá mætir Rakel með margt frá Gallery Spuna svo ef ykkur vantar eitthvað getið þið verslað hjá henni.
Annars mun helgin snúast um að gera það sem ykkur langar og njóta í botn engin pressa né kvöð á að gera hitt eða þetta.
Greiða þarf fyrir fimmtudaginn 10. okt
Rkn. 0162-26-1405
Kt. 700982-1149
20.000 kr
Annars eru nokkur laus pláss ef þið vitið um einhverjar sem hafa áhuga á að skella sér með.
Ef eitthvað er óljóst er ykkur velkomið að hafa samband í
síma 896-5351 Margrét.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kv. orlofsnefnd
Löngumýri helgina 18-20 október
- At september 02, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Sælar kæru konur
Það styttist í Október ferðina okkar sem er á Löngumýri helgina 18-20 og ætlum við loksins að opna fyrir skráningu.
Eins og kannski flestar vita er Löngumýri á dásamlegum stað í Skagafirði ca 2,5 km frá Varmahlíð.
Eins og áður höfum við boðið upp á smá kennslu og í þetta skiptið verður það prjón og þæfing en það er alls engin skylda að gera einhver verkefni.
Aðalmálið þessa helgina er að njóta, slaka á og gera það sem ykkur langar. ♥️
Við munum senda svo ýtarlegri upplýsingar þegar nær dregur.
Endilega þær sem hafa áhuga á að koma með sendið tölvupóst á ernamariah@hotmail.com með nafni, kennitölu, símanúmeri og emaili.
Skráningar frestur er til 1 okt.😃
Bkv.Orlofsnefnd
Á döfinni hjá okkur.
- At júlí 29, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Dagsferð um Eyjafjörðinn.
Heimsótt verður Ektafisk, Kalda, Velli, Böggvisbrauð.. svo eitthvað sé nefnt.
Innifalið rúta, hádegismatur, kvöldmatur og leiðsögn.
10.000 kr á konu
Jólahlaðborð á Hótel Sigló, 30 nóvember!
12.500 kr á konu.
Innifalið er gisting í eina nótt, morgunmatur og jólahlaðborð.
Skráning á orlofey@gmail.com
Dublin 24-28 október nk
- At júní 27, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Haustferð til Dublin með Ferðaskrifstofu Akureyrar.
24. okt AEY-DUB 09:10 12:30
28.okt DUB-AEY 20:20 22:50
Gist verður á Radisson Blu Royal. Nánar upplýsingar hér.
Verð á mann í tvíbýlí: 112.900 kr
Innifalið, flug, gisting og rútu frá flugvelli og til baka.
Hægt verður að skrá sig í skoðanaferðir í gegnum ferðaskrifstofu Akureyrar í síma: 460 0602
- Borgarferð 25. Okt 6.900 kr
- Kráarkvöld 26.okt
10.500 kr - Belfast ferð 28.okt
11.900 kr
Aðeins nokkur sæti laus!
Orlofsferðir 2019
- At febrúar 14, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Fyrsta orlofsferð ársins er nótt á Húsavík.
Ein nótt með morgunmat, 2ja rétta kvöldmatur og aðgangur í Sjóböðin.
24.900 kr fyrir tvo saman í herbergi.
12.450 kr á konu.
Orlofsnefnd greiðir rútu fyrir hópinn.
40 sæti í boði (miðað við tvær saman í herbergi)
Dagsetning: Laugardagurinn 27. apríl
Skráning á orlofey@gmail.com
Við ætlum að halda okkur við Löngumýri í ár vegna mikillar eftirspurnar en búið er að bóka helgina 18-20 október 2019.
Nánari upplýsingar um Löngumýri kemur síðar.
Einnig erum við að skoða utanlandsferðir í haust og verður það auglýst síðar.
Löngumýri helgina 19-21 október nk
- At október 12, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Sælar kæru konur
Nú fer að líða að helginni sem við allar erum búnar að vera bíða eftir 😀
En hér eru upplýsingar sem gott er að vita:
Við byrjum helgina um miðjan dag á föstudag, farið er á einkabílum svo um að gera að sameina í bíla ef þið kannist við einhverja sem er að fara, annars geti þið kíkt á facebook síðuna hjá orlofinu og óskað eftir fari.
Helgin kostar 20.000 kr og innifalið í því er gisting, matur alla helgina, rúmföt, handklæði og heitur pottur til afnota svo um að gera að grípa sundfötin með ef konur vilja nýta sér pottinn.
Nancy mætir með quiltbúðina og ætlar einnig að vera með kennslu í að hekla fígúrur, og það sem þarf í það er garn og heklunál fyrir sambærilegt garn.
Addý verður með kennslu í útsaumi og þær sem vilja nýta sér það þurfa hafa með sér skæri, útsaumsnálar og útsaumsgarn ef þið eigið það til annars kemur Addý með eitthvað með sér. En efniskostnaður er á bilinu 3-5000 kr. Og ef þið eruð með útsaumsverkefni í vinnslu er upplagt að taka það með.
Alda verður með kennslu í sjali sem heitir Zorzal og er eftir Lisu Hannes, hægt verður að kaupa uppskrift hjá Öldu á 500 kr. Garnið sem þarf er með grófleika sem kallast fingering weight (þá er miðað við að prjónfesta sé um 28 lykkjur á 10 cm). Það þarf 2 liti sem eru hvor um sig 384 metrar að lengd. Flestar handlitaðar hespur sem eru 100 gr ná þeirri lengd og þá er nóg að taka eina af lit. Gæti þurft 3×50 gr dokkur af lit ef þið takið t.d. Katia garn. Mæli með að velja liti sem skera sig hvor frá öðrum þar sem sjalið er að hluta röndótt. Prjónastærð 4 mm og hafa langa snúru t.d. 80 – 100 cm.
Þið fáið útskýringar á íslensku og sjalið er alls ekki flókið.
En eins og var nefnt áðan þá mætir Nancy með quiltbúðina svo ef ykkur vantar eitthvað geti þið verslað hjá henni.
Þið sem eigið eftir að greiða fyrir helgina megið endilega leggja inn á reikning hjá orlofinu.
Rn. 0162-26-1405
Kt. 700982-1149
20.000 kr
Annars eru nokkur laus pláss ef þið vitið um einhverjar sem hafa áhuga á að skella sér með.
Ef eitthvað er óljóst er ykkur velkomið að hafa samband í
síma 866-4986(Erna María)
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bkv. Erna María og Margrét
Jólatónleikar
- At september 18, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Við hjá Orlofsnefnd Eyjafjarðar ætlum að niðurgreiða á jólatónleika í ár.
Heima um Jólin – Laugardaginn 15. desember kl 16:00 í Hofi.
https://www.facebook.com/heimaumjolin/
Miðinn kostar litlar 2.500 kr eftir niðurgreiðslu.
Aðeins er einn miði á konu og skal hún vera búsett í Eyjafirði.
Þó er hægt að panta mest 4 miða í einu en taka þarf fram nöfn þeirra sem eiga hina.
Þær þurfa einnig að vera búsettar í Eyjafirði.
Pantanir berist á orlofey@gmail.com fyrir 25. september.
50 miðar í boði.
„Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu,
án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof„
Aðventuferð til Wiesbaden
- At september 12, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Jólaferð til Wiesbaden verður 6-9 desember.
Enn eru örfá sæti laus!
Fullt verð ferðarinnar er: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Niðurgreitt verð er: 74.900 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli er 14.200 kr.
Staðfestingargjald 20.000 kr.
Að sjálfsögðu geta konurnar einnig bókað sig símleiðis almennt í ferðina, ef þeim finnst það þægilegra (t.d. ef 2 konur eru saman í herbergi og vilja borga með sitt hvoru kortinu)
Fullgreiða þarf síðan ferðina 8 vikum fyrir brottför, en við minnum alla á í tölvupósti um 9 vikum fyrir brottför.
Frá því að staðfestingargjald hefur verið greitt og þar til kemur að lokagreiðslur geta farþegar greitt inn á ferðina eins og þær vilja ( án auka kostnaðar ).
Einungis eru hjónarúm á tveggjamanna herbergjum.
Kona skal vera með lögheimili í Eyjafirði.
Hjördís: 849 7536
Skráning hér!
Dagsferð til Skagafjarðar.
- At júlí 08, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Dagsferð til Skagafjarðar 25. Ágúst.
Lagt af stað verður frá Akureyri kl 9:00 frá SBA Norðurleið.
Keyrt fyrir Skaga.
Boðið verður upp á smurt brauð og með því.
Ýmis fróðleikur verður í boði á leiðinni.
Komið verður við í Kálfshamarsvík, spákonuhofi og fleira.
Matur verður kl 18:00 á Bjarmanesi, þar sem boðið verður upp á fisk og kjöt og kaffi á eftir.
Áætluð heimkoma er milli 21 og 22.
Enn er nokkur sæti laus. Skráning á orlofey@gmail.com
Kveðja
Orlofsnefnd