Löngumýri 2019
- At október 06, 2019
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Sælar kæru konur
Nú fer að líða að helginni sem við allar erum búnar að vera bíða eftir 😀
En hér eru upplýsingar sem gott er að vita:
Við byrjum helgina um miðjan dag á föstudag(konur eru að koma á öllum tímum eftir kl 15-16), farið er á einkabílum svo um að gera að sameina í bíla ef þið kannist við einhverja sem er að fara, annars getið þið kíkt á facebook síðuna hjá orlofinu og óskað eftir fari.
Helgin kostar 20.000 kr og innifalið í því er gisting, matur alla helgina, rúmföt, handklæði og heitur pottur og laug til afnota svo um að gera að grípa sundfötin með ef konur vilja nýta sér það.
Rakel Bragadóttir mætir með Drops garn og fylgihluti frá Gallery Spuna. Hún verður einnig með kennslu í mismunandi prjóna aðferðum og kennslu í hekli (jólaóróa, engla og fl.)
En það sem þarf fyrir verkefnin er 40-60 cm hringprjónn nr 3 ½ – 4 og 4 prjóna nr 3 ½ til 4 einnig heklunál nr 2 ½ – 3 og garn í samræmi við það.
Rakel hvetur konur eindregið til að koma með verkefni sem þær eru strand í og er meira en til í að reyna aðstoða.
Margrét Steingrímsdóttir verður með kennslu í þæfingu á ljóskerum og mun vera með allt sem þarf til þess og er kosnaður 1000- 1500 kr.
Eins og kom fram þá eru við í fullu fæði en ef konur vilja drekka eitthvað spes t.d. gos, áfengi eða annað þá er velkomið að koma með svoleiðis því það er ekki bar á svæðinu 😉
Námskeið eru á laugardaginn og svo um kvöldið verður hátíðarkvöldverður.
En eins og áður var nefnt þá mætir Rakel með margt frá Gallery Spuna svo ef ykkur vantar eitthvað getið þið verslað hjá henni.
Annars mun helgin snúast um að gera það sem ykkur langar og njóta í botn engin pressa né kvöð á að gera hitt eða þetta.
Greiða þarf fyrir fimmtudaginn 10. okt
Rkn. 0162-26-1405
Kt. 700982-1149
20.000 kr
Annars eru nokkur laus pláss ef þið vitið um einhverjar sem hafa áhuga á að skella sér með.
Ef eitthvað er óljóst er ykkur velkomið að hafa samband í
síma 896-5351 Margrét.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kv. orlofsnefnd