Löngumýri helgina 19-21 október nk
- At október 12, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Sælar kæru konur
Nú fer að líða að helginni sem við allar erum búnar að vera bíða eftir 😀
En hér eru upplýsingar sem gott er að vita:
Við byrjum helgina um miðjan dag á föstudag, farið er á einkabílum svo um að gera að sameina í bíla ef þið kannist við einhverja sem er að fara, annars geti þið kíkt á facebook síðuna hjá orlofinu og óskað eftir fari.
Helgin kostar 20.000 kr og innifalið í því er gisting, matur alla helgina, rúmföt, handklæði og heitur pottur til afnota svo um að gera að grípa sundfötin með ef konur vilja nýta sér pottinn.
Nancy mætir með quiltbúðina og ætlar einnig að vera með kennslu í að hekla fígúrur, og það sem þarf í það er garn og heklunál fyrir sambærilegt garn.
Addý verður með kennslu í útsaumi og þær sem vilja nýta sér það þurfa hafa með sér skæri, útsaumsnálar og útsaumsgarn ef þið eigið það til annars kemur Addý með eitthvað með sér. En efniskostnaður er á bilinu 3-5000 kr. Og ef þið eruð með útsaumsverkefni í vinnslu er upplagt að taka það með.
Alda verður með kennslu í sjali sem heitir Zorzal og er eftir Lisu Hannes, hægt verður að kaupa uppskrift hjá Öldu á 500 kr. Garnið sem þarf er með grófleika sem kallast fingering weight (þá er miðað við að prjónfesta sé um 28 lykkjur á 10 cm). Það þarf 2 liti sem eru hvor um sig 384 metrar að lengd. Flestar handlitaðar hespur sem eru 100 gr ná þeirri lengd og þá er nóg að taka eina af lit. Gæti þurft 3×50 gr dokkur af lit ef þið takið t.d. Katia garn. Mæli með að velja liti sem skera sig hvor frá öðrum þar sem sjalið er að hluta röndótt. Prjónastærð 4 mm og hafa langa snúru t.d. 80 – 100 cm.
Þið fáið útskýringar á íslensku og sjalið er alls ekki flókið.
En eins og var nefnt áðan þá mætir Nancy með quiltbúðina svo ef ykkur vantar eitthvað geti þið verslað hjá henni.
Þið sem eigið eftir að greiða fyrir helgina megið endilega leggja inn á reikning hjá orlofinu.
Rn. 0162-26-1405
Kt. 700982-1149
20.000 kr
Annars eru nokkur laus pláss ef þið vitið um einhverjar sem hafa áhuga á að skella sér með.
Ef eitthvað er óljóst er ykkur velkomið að hafa samband í
síma 866-4986(Erna María)
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bkv. Erna María og Margrét