Jólaferð til Wiesbaden
- At Maí 06, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Jólaferð til Wiesbaden verður 6-9 desember.
Skráningu þarf að vera lokið fyrir 1. Júní 2018
Fullt verð ferðarinnar er: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Niðurgreitt verð er: 84.900 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli er 14.200 kr.
Staðfestingargjald 20.000 kr.
Að sjálfsögðu geta konurnar einnig bókað sig símleiðis almennt í ferðina, ef þeim finnst það þægilegra (t.d. ef 2 konur eru saman í herbergi og vilja borga með sitt hvoru kortinu)
Fullgreiða þarf síðan ferðina 8 vikum fyrir brottför, en við minnum alla á í tölvupósti um 9 vikum fyrir brottför.
Frá því að staðfestingargjald hefur verið greitt og þar til kemur að lokagreiðslur geta farþegar greitt inn á ferðina eins og þær vilja ( án auka kostnaðar ).
Einungis eru hjónarúm á tveggjamanna herbergjum.
Kona skal vera með lögheimili í Eyjafirði.
Hjördís: 849 7536
Skráning hér!
Cardiff
- At Maí 03, 2018
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Þann 26 apríl sl. fóru 73 konur á vegum Orlofsnefndar til Cardiff.
Það var sannarlega mikið hlegið þessa 5 daga og er ég nokkuð viss um að við höfum flestar lengt lífstímann um þónokkur ár.
Nokkrir bjórar voru drukknir, mikið skoðað og buddan orðin ansi tómleg.
Við lentum á Akureyrarvelli 1 maí sl, ánægð að veðrið væri með okkur og að við þyrfum ekki að taka auka rúnt.
Við hjá Orlofsnefnd þökkum kærlega fyrir samveruna og vonum innilega að allir hafi skemmt sér jafn vel og við.
Við minnum einnig á ferðir fyrir haustið 2018.
Fyrir hönd Orlofsnefndar.
Ragnheiður Ýr