Á slóðir Jane Austen
- At desember 10, 2015
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Góðan dag
Enn eru einhver sæti laus í ferðina „Á slóðir Jane Austen“ með Ferðaskrifstofu Nonna, skráningafrestur er til 1.febrúar eða á meðan sæti endast.
Ég óska húsmæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Bergþóra
Á slóðir Jane Austen
- At október 20, 2015
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Á slóðum Jane Austen
Við erum farnar að hugsa um orlofsferðir fyrir 2016. Í samstarfi við Ferðaskrifstofu Nonna verður boðið upp á viku ferð 25.maí-1.júní til Englands á slóðir Jane Austen. Takmarkaður fjöldi er í þessa ferð.
Skráningu lokið 15.desember. Orlofssjóður mun niðurgreiða ferðina eitthvað.
Nánari upplýsingar er að finna hér
Skráning á netfangið orlofey@gmail.com eða í síma 6929210 eftir kl 18:00
f.h orlofsnefndar
Bergþóra
Mývatnssveit 17.október
- At október 01, 2015
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Orlof húsmærðra stendur fyrir ferð í Mývatnssveit 17.október. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl 10:00 og áætlað að koma heim að kvöldi. Farið í Baðlónið og skoðunarferð í Mývatnssveit og endað á að borða kvöldmat. Orlofssjóður greiðir ferðina en kvöldverð greiðir hver fyrir sig, borðað á hótel Reynihlíð. Skráning á netfangið orlofey@gmail.com eða 6929210 eftir kl 18:00 fyrir 14.október. Takmarkað sætaframboð.
Orlofsnefndin
- At september 25, 2015
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Góðan dag.
Hér koma upplýsingar um Berlínarferðina.
Flug: 5/11 Akureyri – Berlín 07:50 – 11:35
8/11 Berlín – Akureyri 19:40 – 23:25
Flogið er með WOW air.
Innifalið er ein taska í farangri á mann að hámarki 20kg og ein taska í handfarangri að hámarki 5kg.
Ferðagögn verða send út í tölvupósti eigi síðar en 16.okt. 2015
Jónas Helgason verður hópnum innan handar í Berlín og ferðast með hópnum út og heim.
Skoðunarferðir sem boðið er uppá eru í samstarfi við Berlínur www.berlinur.de
Hjólreiðaferð 3-4 klst föstudag 6.nóv kl 15:00 & sunnudag 8.nóv kl 11:00
Verð: 6.500 kr á mann.
Múrtúr: Gengið verður meðfram rústum Berlínarmúrsins, tekur 3-4 klst
tímar í boði: fimmtudag 5/11 kl15:00, föstudag 6/11 kl 10:00 & sunnudag 8/11 kl 11:00
Verð á mann 4.500 kr
Skráning og greiðsla fyrir skoðunarferðir þarf að eiga sér stað í síðasta lagi 13.Október.
Takmarkaður fjöldi kemst í hverja ferð. Skráning í skoðunarferðirnar fer fram hér:
https://events.artegis.com/event/skodunarferdBerlin2015
Greiða verður með greiðskukorti við skráningu.
Ingibjörg Hjartardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir fara f.h orlofsnefndar
Góða ferð, njótið ferðarinnar
fh orlofsnefndar
Bergþóra
Berlín
- At ágúst 11, 2015
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Góðan dag. Þá líður að því að greiða þurfi ferðina til Berlínar en það gerið þið hjá ferðaskrifstofu Akureyrar fyrir 7.september eftirstöðvar eru 49.500kr. Endilega hafið samband við okkur í síma 6929210 ef ykkur vantar frekari upplýsingar.