Haustlitaferð
- At október 10, 2016
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Heilar og sælar konur.
Hér kemur færsla en það hefur margt á daga okkar drifið undanfarnar vikur og mánuði.
Það er helst að frétta að farið var í dagsferð austur í Mývatnssveit sl. laugardag en ætlunin var að njóta haustlitanna og fegurðar þessa svæðis og það tókst svo sannarlega. Síðast og ekki síst að vera í samvistum við aðrar konur og gera okkur glaðan dag. Veðrið lék við okkur og náttúran skartaði sínu fegursta en 25 konur voru þátttakendur í feðinni. Fyrst var stoppað hjá Laufeyju Skúladóttur á Stórutjörnum og galleríið skoðað hjá henni og þeim sem að því standa. Því næst fórum við að Húsmæðraskólanum að Laugum og þar var einnig vel tekið á móti okkur og saga skólans sögð í stórum dráttum og gengið um húsið, ákaflega fallegt hús og vel um minningu skólans hugsað. Því næst var borðaður hádegisverður á Dalakofanum. Svo var rennt í Mývatnssveitina og stoppað í Dimmuborgum og gengið um þær, mislangt eins og hverjum hentaði. Næst var stoppað í Dyngjunni sem er handverkshús þessa svæðis og talsvert verslað og skoðað. Að lokum var ekið í kringum vatnið og endað á Stöng í Mývatnssveit og borðaður þessi ljúffengi silungur og einnig var afskaplega vel tekið á móti okkur eins og á öllum hinum stöðunum. Loks var haldið heim um kl. 20:00 og konur almennt mjög hamingjusamar með daginn 🙂
Þá er að huga að einhvernum einum atburði eða ferð áður en árið er á enda og væri alveg frábært ef þið senduð okkur ykkar hugmyndir að ferð og þá hér innanlands.
Njótið góða veðursins og blíðunnar.
Dagsferðir
- At september 07, 2016
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Góðan dag
Dagsferð til Skagafjarðar: Farið frá Umferðamiðstöðinni Hafnarstræti kl 10:00, greitt er á staðnum. Matur er á Hótel Sigló kl 18:00
Dagsferð Laugar/Mývatnssveit: Farið frá Umferðamiðstöðinni Hafnarstræti kl 10:00, greitt er á staðnum.
Fullbókað er í báðar þessar ferðir.
Vona að allar eigi góða daga og njóti ferðanna.
Útsaumur og Leður
- At Maí 19, 2016
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Hér er stuttur texti um námskeiðið í Danmörku í haust.
Útsaumur og leður. Á fimmtudagskvöldinu ætla Helga Jóna og Inge Marie kennarar í handavinnuskólanum í Skals „hita“ upp fyrir komandi daga, kynnast okkur og gera lítið verkefni sem inniheldur bæði leður og útsaum. Föstudag, laugardag og sunnudag verður hópnum skipt í tvennt þar sem annar hópurinn verður einn og hálfan dag í útsaumi meðan hinn verður í leðursaumi og svo verður skipt. Í útsaumi ætlar Helga Jóna að kenna hina ýmsu húllasauma, yfirfæra munstur á efni og hin ýmsu útsaumsspor. Það verða mismunanndi verkefni að velja um t.d snaga með útsaum, brauðservíettu eða handavinnupoka. Í leðrinu ætlar Inge Marie að kenna grunn í leðursaum en það verður hægt að velja um mismunandi verkefni t.d tösku, buddu, símahylki eða belti.
Ferðir
- At Maí 19, 2016
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Orlofið bíður upp á þessar ferðir:
10.september: Dagsferð til Skagafjarðar komið við m.a á Sútaranum og leirverkstæði. Borðað á Hótel Sigló í lok dags.
30.september: Dagsferð í Mývatnssveit, borðað á Stöng í lok dags.
28.sept – 3.okt Námskeiðs- og skemmtiferð til Danmerkur. Dvalið í bænum Lögsör þar sem við eyðum dögunum við útsaum og leðursaum frá kl 9-16 föst-sun. Kennarar frá Handavinnuskólanum í Skals verða með þessi námskeið. Farið verður í gönguferðir um bæinn í þeirra boði.
Verð 170.000 innifalið er flug frá Keflavík, gisting og morgunmatur, rútuferðir í Dk námskeið og hádegisverður námskeiðsdagana. Niðurgreiðsla sjóðsins er ekki inni í þessu verði.
Takmarkaður sætafjöldi.
Þær konur sem ekki hafa farið með í ferðir á vegum orlofsnefndar sitja
fyrir.
Á slóðir Jane Austen – sæti laus
- At febrúar 18, 2016
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Góðan dag.
Enn eru einhver laus sæti í ferðina Á slóðir Jane Austen með ferðaskrifstofu Nonna. Hægt verður að skrá sig á meðan sæti eru til.
Verið er að vinna í ferðum sumarsins, setjum þær inn um leið og allir endar eru hnýttir.
Bergþóra
6929210
orlofey@gmail.com