Ný ferð í boði
- At Maí 18, 2017
- Eftir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
- Flokkur Fréttir
0
Orlof eyfirskra kvenna hefur 12 sæti til umráða í þessa ferð, það er ferðaskrifstofan www.mundo.is sem setur hana upp. skráningarfrestur er til 10.júní, staðfestingargjald er 50.000
Matarferð til Brussel
Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Ferðatímabil: 14.-17. september 2017
Fararstjórar: Albert Eiríksson og Svanhvít Valgeirsdóttir
Albert er mikill mataráhugamaður er annálaður gestgjafi. Hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins alberteldar.com.
Svanhvít er myndlistarkona og förðunarmeistari. Hún býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu.
Verð: 129.000 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi: 19.000 kr
Innifalið: Beint flug með Icelandair, rútuferð til og frá flugvelli í Brussel, gisting og morgunverður á þriggja stjörnu hóteli í miðbænum, einn þriggja rétta kvöldverður þar sem allur hópurinn borðar saman, skoðunarferðir, leiðsögn.
Ekki innifalið: Aðrar máltíðir en að ofan er talið, drykkir, aðgangseyrir ef farið er í söfn eða kirkjur.