Ferðir
- At Maí 19, 2016
- Eftir hansrunar
- Flokkur Fréttir
0
Orlofið bíður upp á þessar ferðir:
10.september: Dagsferð til Skagafjarðar komið við m.a á Sútaranum og leirverkstæði. Borðað á Hótel Sigló í lok dags.
30.september: Dagsferð í Mývatnssveit, borðað á Stöng í lok dags.
28.sept – 3.okt Námskeiðs- og skemmtiferð til Danmerkur. Dvalið í bænum Lögsör þar sem við eyðum dögunum við útsaum og leðursaum frá kl 9-16 föst-sun. Kennarar frá Handavinnuskólanum í Skals verða með þessi námskeið. Farið verður í gönguferðir um bæinn í þeirra boði.
Verð 170.000 innifalið er flug frá Keflavík, gisting og morgunmatur, rútuferðir í Dk námskeið og hádegisverður námskeiðsdagana. Niðurgreiðsla sjóðsins er ekki inni í þessu verði.
Takmarkaður sætafjöldi.
Þær konur sem ekki hafa farið með í ferðir á vegum orlofsnefndar sitja
fyrir.